Áttablaðarós og Tígulgluggi by Elín Guðrúnardóttir

Áttablaðarós og Tígulgluggi

Crochet
January 2014
Thread ?
UK
Icelandic

Að hekla utan um krukkur er hugmynd sem kviknaði hjá mér fyrir jólin 2010 og úr urðu fjórar krukkur sem mynduðu aðventukransinn fyrir þau jól. Síðan þá hef ég heklað ótal margar krukkkur í hinum ýmsu útgáfum. Hérna kemur uppskrift að krunnum sem eru frábrugðnar þeim sem ég hef heklað hingað til. Þessar eru heklaðar eftir stuðlamunstri (e. filet crochet). Áttablaðarósina fann ég í gamalli heklbók frá 1950. Tígulgluggann fann ég svo í gamalli heklaðri prufu sem er í eigu Þjóðminjasafnsins. Á þeirri prufu eru bæði munstrin saman og því tilvalið að hafa þau saman í setti á krukkum.