Dísu vettlingar by Gudlaug M. Juliusdottir

Dísu vettlingar

Knitting
October 2020
Fingering (14 wpi) ?
32 stitches and 10 rows = 4 inches
US 1 - 2.25 mm
109 - 131 yards (100 - 120 m)
one size
Icelandic
This pattern is available for $3.00 USD buy it now

Takk fyrir að kíkja á Dísu vettlingana. Ég hannaði þessa vettlinga fyrir dóttur mína sem langaði í sína eigin vettlinga. Þeir eru fullkomnir fyrir haustið og veturinn, það fer alveg eftir garninu og litnunum sem verða fyrir valinu hvernig þeir njóta sín. Dísu vettlingarnir eru hannaðir eins og norsku Selbu vettlingarnir, með mynsturprjón í stað hefðbundins stroffs við úlnlið, en að sjálfsögðu er hægt að gera venjulegt slétt/brugðið stroff í staðinn. Útaukningin fyrir þumalinn er í lófanum. Þetta mynstur kemur betur út ef það er prjónað frekar þétt þannig að ég nota 2,25 mm prjóna til að ná áferðinni eins og ég vil hafa hana. Sýniseintakið er prjónað með lambsull frá Biches&Büches en annað garn í svipuðum þéttleika hentar einnig. Þeir eru prjónaðir á hringprjón með langri snúru og magic loop aðferðinni en að sjálfsögðu er einnig hægt að nota sokkaprjóna.

Ummál 20 cm
Prjónastærð 2,25 mm eða sú stærð sem hentar til að ná réttri prjónafestu.

Garn: Sjá hér að ofan.
Litur A: 50 gr
Litur B: 50 gr.

Góða skemmtun!!