Hvað ef? by Arndís Ósk Arnalds

Hvað ef?

Knitting
April 2020
Fingering (14 wpi) ?
24 stitches and 48 rows = 4 inches
in garter stitch
US 4 - 3.5 mm
US 6 - 4.0 mm
984 - 1094 yards (900 - 1000 m)
one size
Flag of English English
This pattern is available for $7.00 USD buy it now

Hvað ef? er sameiginlegt verkefni okkar Eddu í Garnbúð Eddu. Ég fékk hugmyndina af sjalinu þegar ég var á tónleikum með GDRN og því heitir sjalið “Hvað ef” sem er einmitt eitt af uppáhalds lögum mínum með henni. Hægt er að velja um tvær gerðir annarsvegar sjal og hinsvegar trefil.

Framkvæmd: Gefnar verða út fjórar vísbendingar með c.a. viku millibili.

Fyrsta vísbending: 7. apríl
Önnur vísbending: 11. apríl
Þriðja vísbending: 18. apríl
Fjórða vísbending: 25. apríl

Garn: Gert er ráð fyrir þremur litum; 1, 2 og 3. Í sýnishorninu er notað Vatnsnes BFL (Bluefaced Leicester ull)

Litur 1: Bragðarefur 200 m (c.a 50 gr)
Litur 2: Miss Earth 400m (c.a. 100 gr)
Litur 3: Var hann að vaga 400m (c.a 100 gr)

Það er ekki gert ráð fyrir miklum afgöngum þegar búið er að prjóna sjalið. Ef þú ert lausprjónari þá mæli ég með heilli dokku af Lit 1 (100 gr) eða tvær dokkur af Lit 2 og 3.

Hvað þarf að hafa í huga þegar litir eru valdir?
Sjalið nýtur sín best í sterkum fallegum litum sem gætu líka notið sín einir og sér. Ég mæli með að nota liti sem eru ekki mjög líkir en fara samt vel saman.

Prjónar: 3.5 mm og 4 mm hringprjónar a.m.k. 80 cm langir.