Logn barnapeysa by Bello Knit

Logn barnapeysa

Knitting
March 2021
Light Fingering ?
22 stitches and 30 rows = 4 inches
US 4 - 3.5 mm
US 6 - 4.0 mm
6-12 mán, 1 árs, 2 ára, 3-4 ára, 5-6 ára, 7-8 ára, 9-10 ára & 11-12 ára
Icelandic
This pattern is available for €8.00 EUR
buy it now or visit pattern website

Logn barnapeysa er falleg barnpeysa með einföldu gatamynstri. Peysan er prjónuð að ofan frá og niður svo ekkert þarf að sauma saman. Þú byrjar sem sagt að prjóna stroff í hálsmáli, síðan berustykkið, svo bolinn og að lokum ermarnar. Peysan er prjónuð með gatamynstri frá toppi berustykkis alla leið niður. Allt stroff í peysunni er 1x1 stroff.

Stærðir: 6-12 mán (1 árs) 2 ára (3-4 ára) 5-6 ára (7-8 ára) 9-10 ára (11-12 ára)

Ummál: 55 (58) 63 (66) 72 (76) 82 (87)

Lengd: 29 (34) 37 (38) 42 (46) 50 (55)

Prjónfesta: 22 lykkjur x 30 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr. 4.

Prjónar: 4 mm og 3.5 mm, 40, 80 og/eða 100 cm hringprjónar og sokkaprjónar fyrir ermar.

Tillaga að garni: 150 (150) 200 (250) (250) 300 (350) (400)g Semilla frá BC garn (50g = 160m)

eða

                                150 (150) 200 (250) (250) 350 (350) (400)g Lerke frá Dale (50g = 115m)

Erfiðleikastig: 3 af 5.

Peysurnar á myndinni eru prjónaðar úr Semilla (122 - Bleikur) og DK Merino Blend frá King Cole (3296 - Dune).

Uppskriftin sendist á PDF-formi í tölvupósti.