Aðventuóvissuprjón

Knitting
November 2025
Sport (12 wpi) ?
24 stitches and 26 rows = 4 inches
US 1½ - 2.5 mm
US 4 - 3.5 mm
Dömustærð M
Icelandic
This pattern is available for kr.82.00 NOK buy it now

Velkomin í aðventuóvissusamprjónið 2025 sem hefst 28. nóvember!

Vettlingar með jólalegu munstri
Stærð: Dömustærð M
Lengd: 30 cm.
Breidd: 9,5 cm.
Prjónfesta: 24 L og 26 umf með munstri gera 10 cm.
Garn: Fjallalopi í tveimur litum. Ein dokka af hvorum lit.
Prjónar: 2,5 og 3,5 mm

Vettlingarnir eru prjónaðir úr Fjallalopa í tveimur mismunandi litum. Okkur finnst passa betur við munstrið að hafa mynstrið í ljósum lit og aðallitinn dökkan, en auðvitað er litavalið ykkar.

Uppskriftinni er skipt í fjóra hluta og uppskriftin er uppfærð með nýjum hluta á viku fresti. Þó að flestir tengi aðventuna við sunnudaga, birtum við uppfærslurnar á föstudögum svo hægt sé að nýta helgina í prjónaskap. Við byrjum 28. nóvember og þá berst tölvupóstur á netfangið sem notað er þegar uppskriftin er keypt og í tölvupóstinum er hlekkur til að ná í nýjustu útgáfu af uppskriftinni, sem þá mun innihalda fyrsta hluta. Þrjá næstu föstudaga berst svo tölvupóstur þegar búið er að uppfæra uppskriftina með næsta hluta og þá er hægt ná í uppfærða uppskrift.

Við verðum með Facebookhóp þar sem allir þáttakendur geta skráð sig og tekið þátt í samprjóninu með myndum og spjalli.