Haustboði

Knitting
August 2019
DK (11 wpi) ?
14 stitches = 4 inches
in Garðaprjóni
US 8 - 5.0 mm
410 - 492 yards (375 - 450 m)
Small, Large
Icelandic
This pattern is available for $7.00 USD buy it now

Í tilefni af Handverkshátíðinni á Hrafnagili 2019 hannaði ég sjalið Haustboða í samstarfi við Dóttir Dyeworks.

Haustboði er einfalt, fljótprjónað og eins báðu megin. Fullkomið sem fyrsta verkefni eða til að prjóna í prjónaklúbbnum eða á kaffihúsi.

Áhöld
Hringprjónn nr. 5, 60cm eða lengri

Garn
Dóttir dyeworks 100% Merino DK. (100gr = 250m)
Marglitt sjal Tvílitt sjal
(Minni stærð): (Stærri stærð):
Litur A =150g = 150g
Litur B = 50g = 150g
Litur C = 50g
Litur D = 50g
Litur E = 50g

Prjónafesta
14L á 10cm í garðaprjóni, eftir strekkingu

Um sjalið
Sjalið er eins báðu megin. Það er prjónað fram og til baka með garðaprjóni og gataprjóni. Uppskriftin býður upp á tvær stærðir. Svipað garnmagn þarf í báðar stærðirnar.

Stærð
Minna sjalið: Lengd = 240cm, breidd = 55cm
Stærra sjalið: Lengd = 270cm, breidd = 65cm