Prjónaður upphlutur ungbarna by Kristín Harðardóttir

Prjónaður upphlutur ungbarna

Knitting
January 2024
all 3 are used in this pattern
Sport (12 wpi) ?
26 stitches = 4 inches
US 0 - 2.0 mm
US 1½ - 2.5 mm
2.5 mm
6-14 og 18-30 mánaða
Icelandic
This pattern is available for $9.00 USD buy it now

Uppskrift að upphlutsbol, pilsi og skotthúfu. Íslenskur 19. aldar upphlutur er hafður til hliðsjónar við gerð uppskriftarinnar.

Stærð: 6-14/18-30 mánaða
Sídd: mælt frá öxlum: 45/54 cm
Vídd: mælt þvert yfir á samskeytum bols og pils: 26,5/29 cm

Garn: Kambgarn, ein dokka rauð/vínrauð í upphlutsbol, 3/4 dokkur svartar/dökkbláar í
pils, húfu og rendur framan á bol. (Ef þið viljið síkka pilsið þarf að bæta einni dokku við.) Ein dokka af þriðja litnum í kantinn; í handveg, háls og að framan. Þessi kantur að framan, sem verður undir millunum, má vera í öðrum lit (þ.e. fjórða litnum af Kambgarni).
Tynn silk mohair frá Sandesgarn, ein dokka svört. Þarf mjög lítið aðeins í rendurnar framan á bolnum til að þær verði þykkari undir millurnar og líkist meira flaueli eins og er á saumuðum búningum.
Glitter uni frá Gründl, ein dokka silfurlituð.

Millur: 3 - 4 pör.
Hólkur eða Líberíborði til að hylja samskeyti húfu og skotts.
Prjónar: 40 cm hringprjónn númer 2 (fyrir stroff á húfu),
40 cm og 60 cm hringprjónar og sokkaprjónar númer 2,5.
Heklunál: Númer 2,5
Prjónfesta: 26 L á 10 cm.

Upphlutsbolurinn er prjónaður fram og til baka, byrjað í mitti og prjónað að öxlum. Pilsið er
prjónað við upphlutinn og er prjónað í hring.